Í nóvember 2010 voru skráð 117 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 208 einkahlutafélög í október 2009, sem jafngildir tæplega 44% fækkun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1483 fyrstu 11 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um rúmlega 37% frá sama tímabili árið 2009 þegar 2359 ný einkahlutafélög voru skráð.

Hagstofan birtir í dag tölur um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja.

Í nóvember 2010 voru 101 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 11 mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 877 sem er tæplega 6% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 829 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Á heimasíðu Hagstofunnar má sjá þróun skráninga og gjaldþrota myndrænt .