Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur nýskráningum hluta- og einkahlutafélaga fjölgað um 2.938 á síðasta ári, þar af voru 2. 924 einkahlutafélög og 14 hlutafélög. Hækkunin frá árinu 2004 nemur 17% en þá voru voru 2.517 félög skráð.

Aðeins einu sinni hafa fleiri félög verið nýskráð en það var árið 2002 þegar 3.120 ný hluta- og einkahlutafélög voru skráð. Nýskráningum fjölgaði mest á Suðurlandi og Suðurnesjum eða um 40% frá fyrra ári. 72% nýskráninga voru á höfðuðborgarsvæðinu.

Hlutfallsleg skipting nýskráninga eftir atvinnugreinum hefur verið nokkuð jöfn á milli ára.