*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Innlent 19. september 2019 15:20

NYT um fasteignir á Íslandi

New York Times fjallar um Kjarnholti III í Haukadal og fasteignamarkaðinn á Íslandi.

Ritstjórn
Kjarnholt III er til sölu en fjallað er eignina í New York Times.

New York Times fjallar á vef sínu ýtarlega um fasteignina Kjarnholt III í Haukadal í uppsveitum Árnessýslu, sem er nú auglýst til sölu. Segir NYT að lágir vextir og aukið framboð vegi á móti háu fasteignaverði í Reykjavík og dragi fleiri kaupendur inná markaðinn. 

Fyrirsögn greinarinnar er Húsnæðisleit á Íslandi  (e. House Hunting in … Iceland) og samkvæmt henni er hægt að festa kaup á Kjarnholti fyrir eina milljón dollar eða 125 milljónir íslenskra króna.    

Rætt er við fasteignasalana Jason Kristinn Ólafsson og Ásdísi Ósk Valsdóttir um fasteignamarkaðinn hér á landi. Meðal þess sem kemur fram er að áhugasamir erlendir kaupendur verða fyrst að fá sérstakt leyfi frá stjórnvalda áður en fjárfest er í fasteignum á Íslandi.