Landsmenn hafa í auknum mæli fært sparifé sitt af innlánsreikningum og varið því til hlutabréfakaupa, að því er fram kemur í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, um viðskipti í dag.

Blaðið bendir á að rifjar upp að í janúar hafi komi fram að áhugi væri farinn að glæðast á ný á innlendum hlutabréfamarkaði eftir tíðindalítil ár og viðskipti á markaðnum fyrstu vikur ársins þær veltumestu frá bankahruni haustið 2008. Í blaðinu segir að á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafi eign verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða vaxið í skráðum hlutabréfum.Í desember jókst hún um tæplega 4,4 milljarða, eða 16,7%, og í janúar um ríflega 9,2 milljarða, eða 30,3%. Á sama tíma drógust innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum saman.

Þetta þykir benda til þess að heimili landsins hafi að undanförnu fært sparifé inn á hlutabréfamarkaðinn í leit að betri ávöxtun en finna megi á innláns reikningum.

Fjölgun skráðra félaga á markaði er ein helsta skýring þess að áhugi á hlutabréfamarkaðnum hefur glæðst, að sögn blaðsins og bætir við að þrjú ný félög hafi bæst við á markaðnum upp á síðkastið, þ.e. Reginn, Eimskip og Vodafone, sem hafi fylgt í kjölfar Haga.