Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Símanum, segir auglýsingar ekki búa til þörf en reynt sé að hitta fólkið þar sem þjónustunnar sé þörf. Magnús segir að tækninni fleygi fram af miklum hraða og því telji Síminn mikilvægt að kynna fólki og fyrirtækjum möguleikana í gegnum markaðssetninguna, fá það til að prófa sig áfram og læra smátt og smátt hvernig það getur nýtt sér tæknina sem best.

Magnús segir ekki skipta máli hvaða miðill sé notaður til að ná til fólks. „Besti miðillinn er í raun markaðurinn og í dag eru miðlar miklu fjölbreyttari og möguleikarnir eru alltaf að aukast. T.d. eru prentmiðlar ekki bara til á prenti heldur fela þeir í sér alla þá umræðu sem skapast í kringum efni þeirra og þar sjáum við mörg tækifæri,“ segir hann.

Nánari umfjöllun má sjá í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.