Í janúar batnaði herbergjanýting fjögurra stjörnu hótela í Reykjavík úr 34% í fyrra í rúm 37%. Þriggja stjörnu hótelin í Reykjavík lækkuðu hinsvegar um þrjú prósentustig í nýtingu frá janúar í fyrra. Þar sem herbergjaverð hefur hækkað lítillega eru tekjur á framboðið herbergi á hótelunum í Reykjavík á dag aðeins betri en í fyrra eða kr. 2.107,- í stað kr. 1.943,- Landsbyggðinni hefur ekki tekist að halda þeirri nýtingu sem var í fyrra og lækkar hún lítillega.

Góð hækkun á meðalverðum gefur hinsvegar hærri tekjur á framboðið herbergi eða kr. 749,- í stað kr. 679,- í janúarmánuði í fyrra.