*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 8. mars 2015 18:55

Nýting flugfélaganna góð

Í febrúarmánuði var nýtingin sú besta í sögu Wow air og Icelandair.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Flugvélar Wow air og Icelandair hafa aldrei verið eins vel nýttar og í febrúar. Hjá Icelandair voru 77,7% sætanna skipuð en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 4,5 prósentustigum lægra. Sætanýting hjá Wow air var 88,5% en það er besta nýting félagsins hingað til. Um þetta er fjallað á vef Túrista.is.

Wow air var stofnað árið 2012 og er þetta því þriðji febrúarmánuðurinn sem félagið er starfandi. Nýtingin hjá félaginu hefur verið að aukast en á fyrri helmingi síðasta árs var að jafnaði 76% nýting en á seinni hluta ársins jókst hún í 91%.

Stikkorð: Wow Air