*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 17. mars 2015 17:47

Nýtni vindmylla Landsvirkjunar langt yfir heimsmeðaltali

Vindmyllur Landsvirkjunar fyrir ofan Búrfell hafa skilað mun betri rekstri en búist var við.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vindmyllunar sem eru staðsettar fyrir ofan Búrfell hafa verið í rekstri frá því í febrúar árið 2013. Reksturinn hefur verið umfram væntingar og nú hefur komið í ljós einstaklega góð nýting á fyrsta heila rekstrarári, langt yfir heimsmeðaltali. Þetta segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Á heimsvísu er nýtnihlutfallið að meðaltali um 28%. Nýtnihlutfall vindmylla Landsvirkjunar var 44% á árinu 2014. Það er með því hæsta í heiminum og staðfestir að miklir möguleikar eru á frekari raforkuvinnslu úr vindorku á svæðinu. 

Tvö svæði hafa verið til frekari skoðunar af hálfu Landsvirkjunar fyrir mögulega framtíðar uppbyggingu: Þjórsár- og Tungnaársvæðið og einnig virkjanasvæði Blöndustöðvar. 

Stikkorð: Landsvirkjun Vindmyllur