Evrópska neytendaaðstoðin (ECC-net) hefur gefið út nýtt snjallsímaforrit fyrir ferðamenn, að því er fram kemur í tilkynningu . . Forritið er gefið út á 25 tungumálum. Um samstarfsverkefni allra 30 ECC stöðvanna, undir forystu ECC í Þýskalandi er að ræða. Forritið er ókeypis og notkun þess ekki háð nettengingu.

Forritinu er ætlað að svara ýmsum spurningum sem upp geta komið á ferðalagi um Evrópu, og aðstoða ferðalanga lendi þeir í vandræðum. Með forritinu má t.d. finna svör við spurningum um réttindi neytenda í tengslum við vörukaup í verslunum, bílaleigu, flugferðir, lestarferðir, siglingar, rútuferðir og hótelgistingu. Jafnframt veitir forritið ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar, t.a.m. um staðsetningu sendiráða.

Hægt er að nálgast forritið fyrir Apple, Windows og Android snjalltæki.