Eldstæðið er nýtt atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi. Stefnt er að opnun í sumar og geta matarframleiðendur þá leigt sér aðstöðu.

Um er að ræða fyrsta deilieldhús á Íslandi en markmið þess er meðal annars að minnka kostnað inn á markað og þekkist slíkt víða erlendis.

Ásamt eldhúsi er einni boðið upp á skrifstofuaðstöðu og fundarherbergi en Eldstæðið er staðsett á Nýbýlavegi, Kópavogi.

Eldstæðið er einkaframtak og hugmynd Evu Michelsen. Hugmyndin hefur verið í bígerð síðan árið 2017 en er nú fyrst að komast á laggirnar en hugmyndin kom til eftir að hafa séð sambærilegt fyrirkomulag í Bandaríkjunum haustið 2017.