Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands hefur verið kosið en samkvæmt lögum skal kjósa 7 menn og jafnmarga varamenn í ráðið af fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar.

Atkvæðagreiðslan fer fram með hlutfallskosningu og en  fram komu tveir listar með jafnmörgum nöfnum, A listi ríkisstjórnarinnar og B listi stjórnarandstöðunnar.

Þar sem ekki voru ekki fleiri tilnefndir en kjósa skyldi um, lýsti forseti Alþingis að kosningin færi fram án atkvæðagreiðslu.

Eftirtalin voru kosin í bankaráð, úr hvorum lista:

Aðalmenn:

  • Þórunn Guðmundsdóttir (A),
  • Bolli Héðinsson (B),
  • Gylfi Magnússon (A),
  • Una María Óskarsdóttir (B),
  • Sigurður Kári Kristjánsson (A),
  • Jacqueline Clare Mallett (B),
  • Frosti Sigurjónsson (A).

Varamenn:

  • Þórlindur Kjartansson (A),
  • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (B),
  • Hildur Traustadóttir (A),
  • Vilborg Hansen (B),
  • Kristín Thoroddsen (A),
  • Ólafur Margeirsson (B),
  • Bára Ármannsdóttir (A).