Nýtt bíóbrot fyrir nýjustu kvikmynd njósnara hennar hátignar, Quantum of Solace, var afhjúpað í vikunni en brotið má nálgast á www.topp5.is og www.kvikmyndir.is .

Quantum of Solace er beint framhald af síðustu James Bond-myndinni, Casino Royale, og er sögð hefjast einungis fáeinum mínútum eftir að sú fyrri endar.

Bond leitar nú hefnda en leitin leiðir hann á hættulegar slóðir þar sem hann kemst í nálægð við miskunnarlausan athafnamann.

Uppsetning myndarinnar er fremur hefðbundin sem fyrri daginn. James Bond er leikinn af Daniel Craig, eitt stykki skúrkur er nú leikinn af Frakkanum Mathieu Amalric og ekki má gleyma Bond-stúlkunum, leiknum af Olgu Kurylenko og Gemmu Anterton.

Myndini leikstýrir Marc Forster sem meðal annars hefur leikstýrt Monster's Ball, Stranger Than Fiction og The Kite Runner.

Handritshöfundarnir eru þeir sömu og skrifuðu Casino Royale;  Paul Haggis, Neil Pruvis og Robert Wade ásamt Forster.

Quantum of Solace verður frumsýnd á Íslandi 7. nóvember