Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 62 íbúða í fyrsta áfanga í nýju bryggjuhverfi við Kársnes í Kópavogi, gegnt Nauthólsvík. Morgunblaðið fjallar um málið í dag. Áformað er að um 400 íbúðir verði í bryggjuhverfinu.

Það er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars sem hefur umsjón með framkvæmdinni en fyrirtækið byggir einnig íbúðir í Lundi, austan Kringlumýrarbrautar. Gunnar Þorláksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur eftirspurn ríkja eftir húsnæðinu. Íbúðirnar henti bæði fólki á miðjum aldri sem er að minnka við sig og ungu fólki sem leitar að smærri einingum. Stefnt er að því íbúðirnar verði afhentar næsta vor.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er söluverðmæti íbúðanna 62 á þriðja milljarð króna.