„Það hefur löngum verið þannig að við höfum haft áhyggjur af málsmeðferðinni fyrir Hæstarétti og hvort þar fari fram raunveruleg endurskoðun á sakfellingum út af skorti á milliliðalausri sönnunarfærslu," segir Símon Sigvaldason, formaður Dómstólaráðs, í samtali við Fréttablaðið.

Þar kemur fram að nefnd um millidómstig muni skila á næstu dögum fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð til Sigmundar Davíðs Gunnaugssonar, dómsmálaráðherra. Millidómstig mun létta málaþunganum af héraðsdómstólunum og Hæstarétti. Verður einnig í fyrsta sinn tekin upp milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir áfrýjunardómstól í sakamálum, en Hæstiréttur metur ekki sönnunargildi framburða milliliðalaust heldur eru lagðar fyrir hann útprentanir af aðila- og vitnaskýrslum.