VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Contra fasteignaráðgjöf, Gildi - lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Festa lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Tryggingamiðstöðin og Íslandsbanki standa að nýju fasteignafélagi, FAST-1. Félagið hefur nýverið gengið frá kaupum á þremur fasteignum við Skúlagötu 21, Vegmúla 3 og Skútuvogi 1.

Ríkislögreglustjóri og fleiri fyrirtæki eru til húsa við Skúlagötuna, Fjársýsla ríkisins við Vegmúlann og m.a. DHL hraðflutningar ásamt öðrum fyrirtækjum í Skútuvoginum.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka að fjárfestingargeta félagsins nemi nú sex milljörðum króna. Á næstu mánuðum verði fleiri fjárfestum boðin aðkoma að félaginu og er stefnt að því að stækka sjóðinn upp í allt að 15 milljarða króna síðar á þessu ári.