Fasteignamat á Íslandi hækkar um 7,8% milli ára og verður heildarmatið 6.293 milljarðar. Hækkar það fyrir 94,6% eigna en lækkar á 5,4% eigna miðað við árið á undan samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Meiri hækkun íbúðarhúsnæðis

Mat 128.710 íbúða á landinu öllu hækkar um samtals 8,5% frá árinu 2016 og er sameiginlegt fasteignamat þeirra 4.234 milljarðar króna, en þar af hækka íbúðir í fjölbýlum meira en í sérbýlum.

Matsverð atvinnuhúsnæðis hækkar um 7,6%, en það hækkar meira á höfuðborgarsvæðinu, eða um 9,1%, heldur en á landsbyggðinni þar sem það hækkar um 4,1%.

Lækkun fasteignamat í Garðabæ

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 8,8%, en mesta hækkunin er í Bústaðahverfi eða um 20,1% og í Réttarholtinu, sem einnig er í póstnúmeri 108, um 16,3% en einnig er mikil hækkun í Fellunum eða 16,9% .

Lækkun verður hins vegar um 4,1% á Arnarnesi og um 3,5% einnig í Garðabæ, vestan Hraunholtsbrautar. Einnig verður 0,8% lækkun á Kjalarnesi.

Fasteignamat á landsbyggðinni hækkar mest í Vopnafjarðarhreppi eða um 12,1% og um 12% en lækkar mest í Akrahreppi um 4,8% og á Blönduósi um 3,6%.

Miðast það við verðlag fasteigna í febrúar 2016 og gildir fyrir árið 2017.