Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar sl. og hefur ráðherra skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Í ferðamálaráði eiga sæti tíu fulltrúar. Formaður ferðamálaráðs er Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og varaformaður er Dagný Jónsdóttir, alþingismaður.

Aðrir fulltrúar ferðamálaráðs, tilnefndir af Samtökum ferðaþjónustunnar, eru: Gunnar Már Sigurfinnsson, farmkvæmdastjóri hjá Icelandair, Lára Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Congress Reykjavík og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Þá eiga sæti í ferðamálaráði Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Akranesi og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, báðir tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ferðamálasamtök Íslands tilnefndu Pétur Rafnsson, formann Ferðamálasamtaka Íslands og Dóru Magnúsdóttur, markaðsstjóra ferðamála Höfuðborgarstofu. Þá tilnefndi Útflutningsráð Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra.