Nýtt fjárlagafrumarp verður lagt fyrir Alþingi af tilvonandi stjórn en það hefur í för með sér að þing kemur saman seinna en ella. Þetta var niðurstaðan eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á þingi en sú hugmynd hafði komið fram að leggja aftur fram fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar með breytingartillögum.

Í frétt á vef RÚV er haft eftir Katrínu Jakobsdóttir, formanni Vinstri grænna, að tilvonandi stjórnarandstöðuflokkar hefðu frekar viljað að nýtt fjárlagafrumvarp, unnið frá grunni, yrði lagt fram þrátt fyrri að það þýddi að þingsetning gæti tafist fram í miðjan desember.