Nýtt eignarstýringarfyrirtæki í eigu íslenskra bankamanna hefur tekið til starfa í Lúxemborg.

Að félaginu standa nokkrir fyrrverandi starfsmenn útibúa Landsbankans og Kaupþings í Lúxemborg og hefur fyrirtækið fengið starfsleyfi frá fjármálaráðuneytinu í Lúxemborg.

Að sögn Þorsteins Ólafssonar, sem er annar tveggja framkvæmdastjóra félagsins, hafa þeir fyrst og fremst verið að aðstoða þann viðskiptamannahóp sem var fyrir í Lúxemborg og einstaklingar í hópnum hafa byggt upp á síðustu 10 til 15 árum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .