*

mánudagur, 27. janúar 2020
Fólk 13. nóvember 2019 11:14

Nýtt fólk hjá Ghostlamp

Ingibjörg Gestsdóttir og Kristín Samúelsdóttir eru nýir starfsmenn Ghostlamp.

Ritstjórn
Rizza Fay Elíasdóttir, Ingibjörg Gestsdóttir og Kristín Samúelsdóttir.

Tveir nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn í Ghostlmap ehf. ásamt því að einn hefur fengið nýjan titil, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.  

Ingibjörg Gestsdóttir hefur veitð ráðin sem Account Manager hjá Ghostlamp. Ingibjörg starfaði áður fyrir WOW air og hefur lokið mastersgráðu í Alþjóðlegri Markaðsfræði frá Heriot-Watt Háskóla í Skotlandi.

Kristín Samúelsdóttir hefur verið ráðin sem Account Manager hjá Ghostlamp. Kristín er nagla-og förðunarfræðingur og hefur áður starfað við sölu fyrir Nathan Olsen og Halldór Jónsson.

Rizza Fay Elíasdóttir hefur tekið við stöðu International Service Manager hjá Ghostlamp. Rizza hefur starfað hjá félaginu frá mars 2018 þegar hún hóf starf sem Campaign Manager en hún lýkur ensku og lögfræðinámi í Háskóla Íslands nú í desember 2019.

„Ghostlamp er vettvangur fyrir auglýsingastofur og auglýsendur til að skipleggja áhrifavaldaherferðir, finna áhrifavalda, halda utan um herferðirnar, greiða til áhrifavaldanna og fylgjast með árangrinum. Ghostlamp vinnur alþjóðlega og hefur keyrt herferðir í 5 heimsálfum á undanförnum árum,“ segir í tilkynningu Ghostlamp.

Stikkorð: Ghostlamp