Saga Capital Fjárfestingabanki hefur fengið til liðs við sig þrjá nýja starfsmenn.

Jón Óttar Birgisson hefur verð ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar. Jón var áður framkvæmdastjóri Strax í Hong Kong og síðar framkvæmdastjóri Strax Innovation, mað aðsetur í Bretlandi. Jón er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Unndór Jónsson er nýr starfsmaður í Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital og mun sinna ráðgjöf um kaup og sölu fyrirtækkja, vöktun kaup- og sölutækifæra og hafa umsjón með samningaviðræðum og samningagerð. Unndór er með B.S. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og B.A. í fjölmiðlafræði frá háskólanum í Alabama. Auk þess hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Unndór var síðast framkvæmdastjóri Norðanflugs ehf.

Þá hefur Vilhjálmur Bergs verið ráðinn til starfa á lögfræðisviði Saga Capital, þar sem hann sinnir lögfræðilegri ráðgjöf og þjónustu við yfirstjórn. Vilhjálmur er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og héraðsdómslögmannsréttindi. Hann hefur undanfarin ár rekið eigin lögmannsstofu.