Nýtt blað, Boston NOW, hefur göngu sína í Boston í Bandaríkjunum í dag. Blaðið er í eigu Dagsbrun Media og er útgáfufélag þess 365 USA. Að sögn Gunnars Smára Egilssonar, forstjóra Dagsbrun Media, mun blaðið koma út í 200 þúsund eintökum í upphafi og verða dreift á lestarstöðvum og götuhornum.

Hafa 200 starfsmenn verið ráðnir til að rétta fólki blaðið á meðan verið er að kynna það fyrir almenningi. Auk þess hafa 45 starfsmenn verið ráðnir til að sinna útgáfu þess. Þá hefur Russel Pergament verið ráðinn verkefnastjóri Dagsbrun Media.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.