Á nýafstöðnum aðalfundi Verzlunarskóla Íslands tók ný skipulagsskrá skólans gildi. Með henni er aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Verzlunarskólans breikkuð auk þess sem tengsl við fyrrverandi nemendur eru efld í gegnum þátttöku þeirra í nýju fulltrúaráði skólans.

Í nýskipuðu fulltrúaráði sitja níu einstaklingar og meginhlutverk þess er að marka stefnu skólans í samstarfi við skólanefnd og fylgja eftir framvindu hennar. Þrír meðlimir fulltrúaráðsins eru skipaðir af Viðskiptaráði, þrír af Samtökum atvinnulífsins. Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu skipa einn fulltrúaráðsmann hvert.

Í nýju fulltrúaráði skólans sitja eftirfarandi aðilar:

  • Ásdís Kristjánsdóttir – tilnefnd af SA
  • Benedikt Jóhannsson – tilnefndur af SAF
  • Frosti Ólafsson – tilnefndur af VÍ
  • Hannes Frímann Hrólfsson – tilnefndur af SFF
  • Ingibjörg Gréta Gísladóttir – tilnefnd af VÍ
  • Jón Diðrik Jónsson, tilnefndur af VÍ
  • Margrét Flóvenz – tilnefnd af SVÞ
  • Steinn Logi Björnsson – tilnefndur af SA
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir  – tilnefnd af SA

Í skólanefnd Verzlunarskólans sitja eftirfarandi aðilar:

  • Andri Þór Guðmundsson
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir, formaður
  • Hannes Frímann Hrólfsson
  • Helgi Jóhannesson varaformaður
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir