Fyrirtækið Efnalausnir ehf. tók nýlega til starfa. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hreinsiefnum og framleiðir efni sem eru þróuð á Íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins er Indriði Björnsson efnafræðingur og stjórnarformaður er Haukur Þór hauksson rekstrarhagfræðingur.

Úr tilkynningu:

„Efnalausnir sérhæfa sig í framleiðslu á hreinsiefnum fyrir matvælaiðnaðinn þ.e. fisk- og kjötvinnslu. Einnig er stefnt að framleiðslu hreinsiefna fyrir mjólkuriðnað og drykkjarvöruframleiðendur.

Efnin sem fyrirtækið framleiðir eru þróuð á Íslandi á rannsóknarstofu Efnalausna ehf. með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins með þvottahæfni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Efnalausnir bjóða upp á öflug hreinsiefni á mjög hagstæðu verði, ráðgjöf, þrifaáætlun, námskeið og þjónustu sem viðkemur þrifum í matvælaiðnaði.

Fyrirtækið er með verksmiðju hjá Nýsköpunarmiðstöðinni að Keldnaholti í Reykjavík. Í henni er vel útbúin rannsóknarstofa, nauðsynleg áhöld og framleiðslutæki. Framleiðslugeta um 3-4000 ltr./dag

Helstu efnin eru EL-kvoðuhreinsiefni og EL-sótthreinsiefni. Efnin hafa verið í notkun og prófunum hjá um 15 fyrirtækjum um víðsvegar um landið og hafa fengið góða dóma.

Niðurstöður frá  Rannsóknaþjónustunni Sýni ehf gefa til kynna að þrif á prufutíma séu mjög góð og að EL hreinsiefnin hafi mikið hreinsi- og sótthreinsiafl.

Við þróun efnanna var lögð áhersla á öfluga þrifaeiginleika, gott geymsluþol, auðvelda notkun, rekjanleika vörunnar, eiginleika íslenska vatnsins og umhverfissjónarmið.

Auk núverandi framleiðslu hyggjast Efnalausnir þróa ýmis hreinsiefni í samstarfi við viðskiptavini sína og sinna eftirspurn eftir hreinisefnum á Íslenska markaðinum.“