Iceland Express hefur stofnað þjónustufyrirtæki til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið heitir Iceland Express Handling  og mun auglýsa eftir starfsfólki á næstu vikum að því er fram kemur í tilkynningu.    „Iceland Express Handling mun sjá um flugafgreiðslu á flugflota Iceland Express, en áður hefur félagið keypt þessa þjónustu af öðrum," segir í tilkynningunni.

Víkurfréttir sögðu frá því í gær að Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hafi sagt upp þjónustusamningi sínum við Iceland Express um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Sigþór Kristinn framkvæmdastjóri fyrirtækisns sagði að fyrirtækin hefðu ekki náð samningum sín á milli og því hefðu mál þróast á þennan hátt. Uppsögnin tekur gildi um mánaðamótin maí/júní nk.

„Forráðamenn Iceland Express hafa lengi haft hug á að sjá um þjónustu við eigin vélar, enda hefur félagið stækkað ört.  Tilgangurinn er að bæta þjónustu við farþega í takt við markaðssókn og bjartari tíma," segir í tilkynningu frá Iceland Express.