Nýstofnað fyrirtæki, Verðbréfamiðstöðin hf. ætlar að fara í samkeppni við Nasdaq Iceland á sviði verðbréfaútgáfu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Á bak við fyrirtækið standa tveir af stóru bönkunum ásamt nokkrum af stærri lífeyrissjóðum landsins en félagið hefur fengið öll tilskilin leyfi stjórnvalda til að hefja starfsemi.

Einungis eitt fyrirtæki hefur haft starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð á íslandi fram að þessu, en það er Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tekjur Nasdaq á síðasta ári voru um 610 milljónir, þar af um 415 vegna vörslu verðbréfa.