Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands hefur verið skipað samkvæmt nýjum lögum um opinbera háskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Í ráðinu eiga sæti:

  • Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði og rektor HÍ, formaður,
  • Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ,
  • Elín Ósk Helgadóttir, nemi við lagadeild HÍ,
  • Gunnar Einarsson, stjórnunar- og menntunarfræðingur og bæjarstjóri í Garðabæ,
  • Gunnlaugur Björnsson, vísindamaður í stjarneðlisfræði við HÍ,
  • Hilmar B. Janusson, efnafræðingur og framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Össurar hf.,
  • Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur og ráðgjafi,
  • Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, nemi við lagadeild HÍ,
  • Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og sviðsstjóri á Landspítala,
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur og borgarfulltrúi
  • og Þórður Sverrisson, viðskiptafræðingur og forstjóri Nýherja.

Varamenn eru:

  • Brynjar Smári Hermannsson, nemi við sagnfræði- og heimspekideild HÍ,
  • Friðrik H. Jónsson, prófessor í sálfræði við HÍ,
  • Hörður Arnarson, verkfræðingur og forstjóri Marels,
  • Ragnhildur Geirsdóttir, verkfræðingur og forstjóri Promens,
  • Steinunn Tómasdóttir, nemi við viðskiptafræðideild HÍ
  • og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í heilsuhagfræði við HÍ.

Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar orðið á starfsemi og skipulagi Háskóla Íslands.

Hinn 1. júlí sl. tóku gildi fyrrnefnd lög um opinbera háskóla og sama dag sameinuðust Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands um leið og nýtt skipulag og stjórnkerfi hins sameinaða háskóla tók gildi.

Er Háskóla Íslands nú skipað í fimm fræðasvið og 25 deildir sem heyra undir þau. Forsetar fræðasviðanna hafa nýlega verið ráðnir til starfa.