*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 22. maí 2016 12:25

Nýtt hlutafé nam milljörðum

Þrjú af fjórum stærstu laxeldisfyrirtækjunum töpuðu samtals 835 milljónum en eitt hagnaðist um 559.

Trausti Hafliðason
vb.is

Nýjustu ársreikningar fjögurra af stærstu fiskeldisfyrirtækjum landsins eru frá 2014 og er samandregnir þannig að upplýsingarnar eru takmarkaðar. Þrjú fyrirtækjanna skiluðu samanlögðu tapi það ár upp á 835 milljónir en Fiskeldi Austfjarða hagnaðist um 559 milljónir. Líklegasta skýringin á hagnaðinum er sú að birgðastaðan var endurmetin og jókst verðmætið um ríflega milljarð milli áranna 2013 og 2014.

Árið 2014 fékk Arnarlax nýtt hlutafé upp á 912 milljónir króna og innborgað hlutafé Dýrfisk, sem í dag heitir Arctic Sea Farm, nam 1.930 milljónum króna. Fjarðalax tapaði mestu eða 425 milljónum og eigið fé fór úr 120 milljónum króna árið 2013 í að verða neikvætt um 59 milljónir árið 2014. Líffræðilegar eignir Fjarðalax voru metnar á 1,9 milljarða króna í lok árs 2014.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: laxeldi fiskeldi