Stjórn Nýherja hefur í dag ákveðið að bjóða út allt að 40 milljónir hluta að nafnvirði, eða um 9,76% í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Nýherji sendi til kauphallarinnar.

Stjórn Nýherja var veitt heimild til þess að auka við hlutafé félagsins á aðalfundi þann 14. mars 2014 en núverandi hluthafar féllu frá forkaupsrétti að nýju hlutunum. Stjórnin hefur nú gert samkomulag við Kviku banka hf. um að bankinn annist útboðið fyrir hönd Nýherja.

Í tilkynningu segir að útboðinu sé ætlað  að styrkja eigið fé Nýherjasamstæðunnar og styðja enn frekar við launsaþróun og þann tekjuvöxt sem hefur veri hjá félaginu síðustu misseri.