Bílaleigan Sad cars opnar í dag Bus Hostel í Skógarhlíð. Hostelið er með 20 herbergjum og með gistrými fyrir 100 manns. Fram kemur í fréttatilkynningu að þessi nýja valkostur í gistingu henti þeim sem vilja ódýra gistingu miðsvæðis.

„Við fjölgun áfangastaða Wow air og annarra lágfargjaldaflugfélaga höfum við orðið vör við þá miklu aukningu á ferðamönnum verið hefur og aukna eftirspurn eftir ódýrri gistingu ." segir Sigurður Smári Gylfason framkvæmdastjóri bílaleigunar SAD cars en Sigurður er meðal eigenda BUS hostels.

Kristín Ólafsdóttir hostelstýra segir að áhersla sé lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft. Opið hús verður í dag á milli klukkan 17 og 19 þar sem hægt verður að kynna sér þetta nýja hostel.