Nýtt hótel, Hótel Flatey, var opnað um helgina í Flatey á Breiðafirði. Hótel Flatey er staðsett í gömlum pakkhúsum í miðju þorpinu, þ.e.a.s. Eyjólfspakkhúsi með fimm herbergjum og í Samkomhúsinu, þar sem er 50 sæta veitingastaður.

Vorið 2007 bætasta aukalega við átta herbergi í Stóra ? Pakkhúsinu auk bars í kjallara hússins.

Flatey er fræg fyrir einstaka náttúrufegurð og er hvergi annars staðar á landinu hægt að ganga um þorp þar sem svipmót gamla tímans hefur haldist jafn vel. Í eyjunni er fjölbreytt ferðaþjónusta þar sem meðal annars er boðið upp á kajakleigu og skipulagðar ferðir umhverfis eyjuna en henni tilheyra um 40 sker og hólmar. Þetta kemur fram í vefútgáfu Skessuhornsins, fréttablaðs Vestlendinga.