Það er á fleiri stöðum en hér á Íslandi sem hótelum og gistirýmum hefur fjölgað mikið upp á síðkastið. Danska hótelkeðjan Arp-Hansen Group, sú umsvifamesta þar í landi, er með á teikniborðinu 340 herbergja tveggja stjörnu hótel í nágrenni við Kongens Nytorv þar sem boðið verður upp á ódýra gistingu. Áætlað er að gestir geti lagst þar til hvílu á næsta ári.

Fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen að þetta verði tólfa hótel Arp-Hansen Group í Kaupmannahöfn og hótelið sem flaggar tveimur stjörnum. Hitt hótelið er í námunda við tívolíð og opnaði það árið 2009. Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn við bygginguna muni nema 300 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra sjö milljarða íslenskra króna.