Íslensk framleiðsla á sterkum áfengum drykkjum hefur verið í blóma undanfarin ár. Nú er svo komið að nokkrar eimingarverksmiðjur eru starfandi í landinu og ein þeirra er Þoran Distillery, sem á dögunum kom með nýtt gin á markaðinn. Ginið nefnist Marberg og er framleitt í verksmiðju Þoran í Hafnarfirði.

Þoran-verkefnið er stofnað í kringum vískíframleiðslu. Verkefnið vakti töluverða athygli árið 2013 þegar það var eitt af tíu verkefnum sem tók þátt í Startup Reykjavík. Sama ár hlaut fyrirtækið síðan fyrstu verðlaun í nýsköpunarkeppni Landsbankans og Matís.

Birgir Már Sigurðsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery ehf.

„Frá árinu 2013 höfum við verið í mikilli þróunarvinnu," segir hann. Þegar maður er með litla eimingarverksmiðju (e. Craft distillery) þá er sniðugt að byrja á gin-framleiðslu, því hún tekur miklu skemmri tíma en framleiðsla á viskíi. Gin getur í raun farið beint í verslanir og veitingahús á meðan ekki má selja áfengi undir heitinu viskí nema það hafi náð þriggja ára aldri."

Birgir Már segir að Globus sjái um dreifingarmálin og Marberg sé nú til á flestum börum, veitingastöðum og hótelum höfuðborgarsvæðisins auk þess að vera til sölu í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Enn sem komið er Marberg ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR.

„Við stefnum að því að koma Marberg í Vínbúðina næsta sumar, því við viljum vera sýnileg. Annars munum við leggja aðaláhersluna á útflutning og þá til Bretlands því ríflega 70 prósent af allri ginsölu í Evrópu er í Bretlandi. Næst á eftir kemur Spánn með 11 prósent. Við erum að horfa á þessa markaði."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um sölu bankanna.
  • Úttekt á launum íslenskra knattspyrnumanna.
  • Ítarleg umfjöllun um nýjar tillögur í húsnæðismálum.
  • Fjallað eru er um ástandið í breskum stjórnmálum vegna Brexit.
  • Greint frá nýjum hluthöfum í T Plús á Akureyri.
  • Viðtal við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis.
  • Umfjöllun um íslenskt hjólafyrirtæki sem hyggst opna starfsstöð í Bandaríkjunum.
  • Skógræktin hyggst skoða framleiðsla límtrés úr íslenskum trjám.
  • Rætt er við Söru Dögg Svahildardóttur, nýjan skrifstofustjóra SVÞ.
  • Óðinn skrifar um nýju skýrsluna um hvalveiðar.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað.
  • Týr fjallar um nekt í Seðlabankanum.