Opnað hefur verið nýtt og glæsilegt kaffihús í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Þetta er fimmta bókakaffihúsið sem rekið er undir merkinu Te & Kaffi ef verslunin Saltfélagið er talið með. Í Bókabúð Máls og menningar er því nú hægt að fá heita og kalda drykki til að taka með í svokölluðu götumáli eða njóta í þægilegu umhverfi bókabúðarinnar auk heitra og kaldra léttra máltíða, sætabrauðs eða lífrænnar jógúrtar svo eitthvað sé nefnt.

Bókakaffihús eiga sér sögu á Íslandi frá seinnihluta níunda áratugarins og hafa fest sig í sessi hérlendis líkt og víða erlendis. Auk kaffihússins í Máli og menningu rekur Kaffiheimur kaffihús undir merkjum Te & Kaffi í verslunum Eymundsson Austurstræti, Hafnarstræti, Akureyri, Dalvegi, Akranesi og í Saltfélaginu við Reykjavíkurhöfn. Einnig rekur Kaffiheimur kaffihús í Smáralind, Háskólanum í Reykjavík, í húsi SÁÁ Efstaleiti  og Skeifunni 11. Þetta er því tíunda kaffihúsið í röðinni hjá Te & Kaffi.