Stefnt er að því að leigja út eignir Íbúðalánasjóðs eins og fjallað hefur verið um fyrr í dag. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í viðtali við Stöð 2 að nauðsynlegt væri að ríkið stæði að stofnun slíks leigufélags en til lengri tíma gætu lífeyrissjóðir eða aðrir aðila komið að félaginu.

Guðbjartur sagði jafnframt að það þyrfti að vera framboð af íbúðum og það frá aðilum sem væru ekki að hlaupa út af markaði. Nýtt leigufélag á ekki að undirbjóða almennan leigumarkað að sögn Guðbjarts.