Nýr ritstjóri hefur tekið til starfa á tímaritinu Nýju Lífi, Hjördís Rut Sigurjónsdóttir.

Hjördís verður annar ef tveimur ritstjórum Nýs Lífs ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, þar til Ingibjörg fer í fæðingarorlof.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju lífi.

Nýtt Líf kom fyrst út árið 1978.

Hjördís Rut hefur verið síðastliðin 6 ár í fjölmiðlun. Hún hefur mikla reynslu sem fréttakona og hefur meðal annars starfað á Fréttablaðinu, fréttastofu Stöðvar 2 og á DV. Þá hefur hún undanfarna mánuði verið aðstoðarritstjóri Mannlífs.

„Full eftirvæntingar tek ég við nýju starfi og hlakka til að takast á við krefjandi verkefni sem mín bíða. Nýtt Líf er mjög spennandi vettvangur, blaðið á sér langa og farsæla sögu sem gaman er að fá að fylgja eftir og vonandi bæta við” segir Hjördís Rut í tilkynningunni.