RIFF - alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík - hefst á morgun. Miðasala hefur gengur vel og sækja margir erlendir ferðamenn hátíðina. Sérviðburðir verða á sínum stað en í ár verður meðal annarra augnakonfekta hægt að sjá myndina Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson. Myndin á kvikmyndahátíðinni er með öðrum brag en þegar hún var frumsýnd var fyrir 20 árum. Sviðslistafólk ætlar nefnilega að tala ofan í hana á meðan sýningu stendur.

VB Sjónvarp ræddi við Berg Ebba Benediktsson, einn kynningarfulltrúa hátíðarinnar.

Nánar verður fjallað um hátíðina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á fimmtudaginn.