Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var valin kona ársins hjá Nýju Lífi. Hún er einnig fyrst kvenna til þess að verða tvisvar valin kona ársins af Nýju Lífi, fyrst árið 1993. Við það tækifæri var hún spurð að því hvort hún sæi það fyrir sér að kona yrði forsætisráðherra á næstunni og hún var efins. „Og þó, það er séns,“ sagði hún líka.

En aldrei datt henni í hug að það yrði hún sjálf sem myndi, sextán árum síðar, verða fyrst kvenna til þess að setjast í stól forsætisráðherra segir í tilkynningu frá Nýju Lífi.

Jóhanna fékk afhent málverk eftir listakonuna Ásdísi Spanó við þetta tilefni.