Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði sigraði í þingkosningunum í Grikklandi í dag. Formaður flokksins, Antonis Samaras, lýsti því yfir í kvöld að flokkurinn ætlaði að virða alla samninga Grikklands við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Sigur flokksins virðist naumur og fylgi hans um 30% fylgi. Mun flokkurinn nú fara í stjórnarmyndarviðræður með þeim flokkum sem vilja standa við ströng skilyrði lánasamninga við ESB og AGS, en þeir hljóða upp á 173 milljarða evra.

Samaras sagði jafnframt að dagurinn væri sigur fyrir evrusvæðið. Flokkurinn hans vill halda í evruna sem gjaldmiðil í Grikklandi.