Nýtt met var slegið í útgáfu á jöklabréfum í dag, segir greiningardeild Landsbankans. Jöklabréf er erlendar útgáfur skuldbréfa í íslenskum krónum.

Frá því að útgáfurnar hófust í haust og til áramóta hafa verið gefin út bréf fyrir 152 milljarða króna.

Tilkynnt var um tvær útgáfur jöklabréfa í dag, segir greiningardeildin.

Í morgun gaf lánasýsla norskra sveitarfélga út 3 milljarða króna bréf. Gjalddagi er í febrúar á næsta ári, en hún hafði áður gefið út 3 milljarða króna bréf með gjalddaga í nóvember 2010 og er það lengsta jöklabréfið hingað til.

Þýski fjárfestingarbankinn KfW stækkaði í dag skuldabréfaflokk með gjalddaga í september 2007 um 10 milljarða króna.

Ekki hefur áður verið tilkynnt um svo stóra útgáfu, en sú stærsta fram að þessu var 8 milljarða króna útgáfa austurríska ríkisins sem tilkynnt var um í byrjun nóvember.