Nýsköpunarfyrirtækið Spectaflow hefur fengið nýtt nafn og ásýnd og heitir nú Sweeply. Fyrirtækið, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir hótel- og gistimarkaðinn, fékk fyrr á árinu 260 milljóna fjármögnun frá Frumtaki og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Á aðalfundi Sweeply var kosinn ný stjórn en hana skipa:

  • Eggert Claessen, fjárfestingarstjóri og meðeigandi Frumtaks Ventures.
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels á árunum 2005-2021.
  • Sigrún Dóra Sævinsdóttir, sjálfstæður söluráðgjafi og fyrrum framkvæmdastjóri rekstrar hjá LS Retail.
  • Friðrik Friðriksson, fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og fyrrum framkvæmdastjóri hjá Skjánum, Skrifstofuvélum Sund og IBM á Íslandi.
  • Erlendur Steinn Guðnason, einn stofnanda Sweeply.

Sweeply þróar hugbúnaðarlausn sem sjálfvirknivæðir dagleg verkefni hjá starfsfólki hótela- og gististaða. Í lausninni skilgreina stjórnendur hvaða verkefni þarf að vinna og síðan framreiðir lausnin réttu verkefnin daglega, vikulega, mánaðarlega eða árlega. Enn fremur er hægt að halda utan um tilfallandi verk sem upp koma t.d. grípa vandamál, afgreiða beiðnir frá gestum og safna viðhaldsmálum.

Sweeply er í notkun á yfir 100 hótelum og gististöðum í sex löndum og nú þegar hafa náðst samningar við tvö íslensk og fimm erlend hótelbókunarkerfi sem munu dreifa lausninni.

Stofnendur Sweeply eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og Frans Veigar Garðarsson.

Stjórn Sweeply. Efri röð: Erlendur Steinn Guðnason, Friðrik Friðriksson og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir. Neðri röð: Eggert Claessen stjórnarformaður og Sigrún Dóra Sævinsdóttir.
Stjórn Sweeply. Efri röð: Erlendur Steinn Guðnason, Friðrik Friðriksson og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir. Neðri röð: Eggert Claessen stjórnarformaður og Sigrún Dóra Sævinsdóttir.