Í Fjarðabyggð eru hafnar framkvæmdir við olíubirgðastöð nýs olíufélags sem hyggst hefja sölu á gasolíu til skipa í febrúarmánuði næstkomandi. Félagið sem um ræðir heitir Íslensk olíumiðlun og er það í samstarfi við danska olíufélagið Malik sem hefur selt olíu til skipa á hafi úti síðastliðin 15 ár.

Félagið sótti um lóð við höfnina á Norðfirði fyrir rúmu ári og hefur undirbúningur framkvæmda staðið síðan. Byggingarleyfi fyrir birgðastöðinni var síðan veitt síðastliðið sumar. Í birgðastöðunni verður meðal annars reistur 4000 tonna gasolíutankur.