Hola í höggi , nýtt sérblað sem fylgir Viðskiptablaðinu, hefur göngu sína í dag. Hola í höggi mun koma út mánaðarlega og eins og sjá má á því blaði sem lesendur hafa nú fengið í hendur er lagður metnaður bæði í innihald og útlit. Hola í höggi kappkostar að bjóða kylfingum og öðrum áhugasömum upp á áreiðanlega en líflega umfjöllun um golfleikinn, fólkið, sveifluna, vellina, afrekin, söguna, ferðalögin og kylfurnar. Í Holu í höggi verða faglegar úttektir, viðtöl og margt fleira.

Aðalhöfundar blaðsins eru þeir Edwin Roald Rögnvaldsson, golfvallahönnuður og kylfingur, sem er jafnframt ritstjóri blaðsins, og Kristján Jónsson, stjórnmálafræðingur og kylfingur. Mikil áhersla verður lögð á að Hola í höggi verði glæsilegt blað og prýtt fallegum myndum. Axel Jón Birgisson, framleiðslustjóri blaðsins og kylfingur, hefur umsjón með útliti þess. Útgefandi Holu í höggi er Myllusetur ehf., sem gefur út Viðskiptablaðið.

Áskrifendur geta lesið fyrsta tölublað Holu í höggi hér .

Útgefandi