Eimskip tók upp nýtt siglingakerfi nú um áramótin sem leiðir til aukinnar flutningsgetu og er kerfið sniðið að þörfum viðskiptavina félagsins. Nýrri siglingaleið, Austurleið, hefur verið bætt við núverandi Evrópuleiðir, Suðurleið og Norðurleið. Nýja siglingakerfið tryggir tíðari flutninga, traustari þjónustu og meiri áreiðanleika fyrir viðskiptavini Eimskips.

Í tilkynningu vegna nýja siglingakerfisins segir að nýja siglingaleiðin komi til með að tengja saman Danmörku, Svíþjóð, Færeyjar, Bretland og Ísland. Viðkomustaðir félagsins eru nú 10 og eru ferðir frá Reykjavík þrisvar í viku. Nýja siglingakerfið kemur m.a. til með að stytta flutningstímann frá Íslandi til Danmerkur og Skandínavíu um þrjá daga. Nýja kerfið tryggir aukinn áreiðanleiki í tímasetningum og að auki býður kerfið upp á aukna tengimöguleika við hafnir víða um heim.

Nýja siglingakerfið tryggir áframhaldandi góða þjónustu og býður upp á aukna tengimöguleika við aðrar hafnir. Eimskip býður upp á alhliða flutningslausnir og styrkir þetta nýja kerfi enn frekar virðiskeðju Eimskips.

Nýja siglingakerfið hefur í för með sér aukningu úr tveimur brottförum í þrjár frá Reykjavík en einnig fer nú útflutningur beint frá Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði sem verður önnur mesta vöruflutningahöfn landsins. Ný tenging opnast til að koma ferskum fisk frá Reyðarfirði inn á markaði í Bretlandi á mánudögum.

Með nýja siglingakerfinu verður tveimur nýjum skipum bætt við flota Eimskips en um 50 skip eru í rekstri félagsins. Að auki eykst flutningsgeta félagsins í gámum um 30%.