Ríkiskaup hafa fyrir hönd Rauða kross Íslands óskað eftir tilboðum í fjórar nýjar sjúkrabifreiðar, 4x4, tegund B, til afhendingar með mánaðar millibili frá 15. september til 15. desember 2010.

Á samningstímanum vill Rauði kross Íslands hafa val um að kaupa allt að þrjár bifreiðar til viðbótar á sama verði. Tilboð verða opnuð 19. september.

Frá fyrrihluta árs 2006 hefur Askja selt 28 sjúkrabíla til Rauða krossins af gerðinni Mercedes Benz Sprinter. Páll H. Halldórsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Öskju, segir að þeir hafi verið innréttaðir og útbúnir sem sjúkrabílar hjá breytingaverkstæði Sigurjóns Magnússonar á Ólafsfirði.

Allir eru þeir sjálfskiptir og með fjórhjóladrifi. Hluti þeirra er með fjórhjóladrifsdrifbúnaði frá Iglhaut GmbH í Þýskalandi. Undanfarið hafa þeir komið með fjórhjóladrifi sem hannað er hjá Benz-verksmiðjunum.