Framleiðendur og innflytjendur raftækja og rafeindatækja bera ábyrgð á og greiða fyrir söfnun og förgun úrsérgenginna raftækja og rafeindatækja eftir að ný tilskipun Evrópusambandsins um raftækja- og rafeindatækjaúrgang tekur gildi á næsta ári.

Tilskipunin var kynnt á upplýsingafundi í Húsi atvinnulífsins en Samtök atvinnulífsins, Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðnaðarins og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu boðuðu til fundarins.