Nýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í Hatsan skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi í fyrradag.

Skipið er annað af tveimur nýjum uppsjávarveiðiskipum sem verið er að smíða fyrir HB Granda í Celicktrans Deniz skipasmíðastöðinni. Hinn skipið nefnist Víkingur HF. Kostnaður við smíðina skipanna nemur um sjö milljörðum króna. Stefnt er að því að skipin Venus verði afhentur í apríl og Víkingur í lok næsta árs.

Nýju uppsjávarveiðiskipin verða 80,3 metrar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél.

Í haust samdi HB Grandi við tyrknesku skipasmíðastöðina um smíði þriggja ísfisktogara. Kostaður við þá nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þeir verða afhengir á árunum 2016 og 2017.