Nýtt skipurit mun taka gildi hjá Landsneti 1. júní nk. og er þetta gert í kjölfar umfangsmikillar stefnumótunarvinnu, segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

„Til að mæta kröfum um afhendingaröryggi og tryggja rafvædda framtíð í takt við samfélagið þurfum við að styrkja innviði fyrirtækisins enn frekar.“

Í stað fjögurra rekstrardeilda og fimm stoðsviða verða nú fimm meginsvið. Einar S. Einarsson verður framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs, Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Íris Baldursdóttir framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.