Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Samskipum á Íslandi. Það tekur skýrara mið af þjónustuframboði félagsins, einfaldar skipulag og styttir boðleiðir. "Nýja skipuritið endurspeglar þær umfangsmiklu breytingar sem átt hafa sér stað hjá félaginu á undanförnum misserum og við erum að skerpa enn frekar meginlínurnar í starfsemi félagsins hér heima með þessum breytingum,? segir Ásbjörn Gíslason forstjóri í tilkynningu félagsins.

Samskip hafa tekið upp nýtt skipurit fyrir starfsemi félagsins á Íslandi. Í nýju skipuriti er starfseminni skipt upp í tvö afkomusvið, auk Jonar Transport, sem rekið verður áfram í óbreyttri mynd. Eru afkomusviðin Millilandasvið og Innanlandssvið. Millilandasvið sér um flutninga til og frá Íslandi, en Innanlandssvið sér um Landflutninga-Samskip og Vörumiðstöð. Stoðsviðin er tvö, Fjármálasvið og Upplýsingasvið.