*

þriðjudagur, 29. september 2020
Innlent 6. júlí 2020 12:19

Nýtt skýjaþjónustufyrirtæki hefur störf

Atmos Cloud er nýstofnað íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í Microsoft skýjalausnum.

Ritstjórn
Grétar Gíslason, Viðar Þorláksson og Ragnar Már Vilhjálmsson standa að baki Atmos Cloud.
Aðsend mynd

Atmos Cloud er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, innleiðingu og rekstri á Microsoft skýjalausnum. Starfsmenn Atmos Cloud hafa reynslu í rekstri skýjalausna (e. cloud-managed services) en einnig í almennri rekstrarþjónustu, sjálfvirknivæðingu og verkefnastjórnun og er samanlögð reynsla félagsins yfir 60 ár í upplýsingatækni.

Framkvæmdastjóri Atmos Cloud er Viðar Þorláksson sem hefur síðustu misseri starfað sem sjálfstæður stjórnendaráðgjafi og stjórnandi hjá Arion banka. 

„Við leggjum mikið upp úr því að þekkja og skilja viðskiptavini okkar. Við trúum því að það sé forsenda þess að geta veitt framúrskarandi og áreiðanlega þjónustu til lengri tíma. Tæknilegar og viðskiptalegar ákvarðanir byggjast því á forsendum og þörfum viðskiptavina okkar og þannig viljum við innleiða og reka skýjavegferð hvers og eins fyrirtækis,“ er haft eftir Viðari í fréttatilkynningu

Viðar byrjaði í tölvugeiranum árið 1996 og hefur unnið að fjölda verkefna, meðal annars fyrir Icelandair, Eimskip og Landsbankann. Hann stofnaði og rak tölvuþjónustufyrirtæki í London á Englandi árið 2004 sem þjónustaði mörg stærstu fjármálafyrirtæki Íslands í Bretlandi ásamt öðrum fyrirtækjum. 

Síðustu ár hefur Viðar stýrt þróun Arion banka appsins og netbanka bankans ásamt því að starfa sem sjálfstæður ráðgjafi. Viðar er með BSc. í fjármálaverkfræði, BSc. í tölvunarfræði og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Grétar Gíslason er tæknistjóri Atmos Cloud og einn af reyndari Microsoft sérfæðingum landsins. Grétar hefur 14 ára reynslu í upplýsingartækni og á þeim tíma hlaðið á sig reynslu og miklum fjölda Microsoft gráða. Grétar hefur lengst af unnið sem Microsoft sérfræðingur hjá Anza, Símanum og Sensa.

Ragnar Már Vilhjálmsson er sölustjóri Atmos Cloud og hefur starfað í faginu í 23 ár, lengst af sem tæknilegur sérfræðingur er viðkemur Microsoft lausnum og leyfismálum. Síðustu 5 árin hefur Ragnar starfað hjá Sensa sem viðskiptastjóri og ráðgjafi, en þar áður hjá Basis, Íslandsbanka og Álit/Anza. Ragnar er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.